Handbolti

Flensburg rúllaði yfir Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson.

Flensburg steig stórt skref í átt að því að tryggja sér þriðja sætið í þýsku Bundesligunni í handknattleik er liðið pakkaði Rhein-Neckar Löwen saman, 34-25.

Flensburg nú þremur stigum á undan Löwen sem féll í fimmta sæti deildarinnar. Göppingen er komið í þriðja sætið og er tveimur stigum á eftir Flensburg.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen, þar af tvö úr vítum, og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Fuchse Berlin, sem Dagur Sigurðsson þjálfari, lagði Balingen, 30-26, þar sem Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Berlin sem er í níunda sæti deildarinnar.

Lubbecke vann að lokum öruggan útisigur á Hannover Burgdorf, 23-34. Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað hjá Hannover en Heiðmar Felixson skoraði fimm mörk fyrir Lubbecke og Þórir Ólafsson þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×