Erlent

Þrettán nemendur myrtir

Frá Ciudad Juarez þar sem ungmennin voru myrt í dag. Mynd/AP
Frá Ciudad Juarez þar sem ungmennin voru myrt í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti 13 nemendur voru skotnir til bana í samkvæmi í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í dag. Hún er við landmæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Skotárásir eru mjög algengar í borginni sem er sögð eins sú hættulegasta í heiminum.

Byssumennirnir komu akandi að húsinu þar sem samkvæmið fór fram og hófu skothríð á þá sem voru úti áður en þeir færðu sinn inn. Ekki er vitað hvort ungmenninn tengist skipulagðri glæpastarfsemi en öflug glæpasamtök heyja fíkniefnastríð í Ciudad Juarez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×