Innlent

Íslenskir ráðherrar viljugri en aðrir til að svara erlendum fjölmiðlum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Fjármálaráðuneytið réð á síðasta ári eitt eftirsóttasta almannatengslafyrirtæki í heimi til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar erlendis og svara fyrirspurnum fjölmiðla. Starfsmaður fyrirtækisins segir íslenska ráðherra viljugri en aðra við að svara fyrirspurnum erlendra fjölmiðla.

Alþjóðlega almannatengslafyrirtækið Financial Dynamics hefur unnið fyrir íslensk stjórnvöld undanfarnar vikur við að svara fyrirspurnum fjölmiðla um mál sem tengjast endurreisnarstarfinu á Íslandi og Icesave-samningunum. Íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að standa ekki nægilega vel vörð um hagsmuni þjóðarinnar og að sárlega hafi skort talsmann sem gæti haldið uppi málstað Íslendinga erlendis.

Andrew Walton, hjá Financial Dynamics, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið væri í nánu samstarfi við fjármálaráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra beggja ráðuneyta, þá Steingrím J. Sigfússon og Gylfa Magnússon. Hann sagði jafnframt að hann hefði unnið fyrir þónokkrar ríkisstjórnir, en aldrei áður unnið fyrir ráðherra sem væru jafn viljugir að svara fyrirspurnum erlendra fjölmiðla og þeir Steingrímur og Gylfi.

Walton sagði að það rigndi inn fyrirspurnum frá erlendum fréttastofum, en auðvitað væri ómögulegt að fyrirbyggja með öllu að inn á milli læddust fréttir sem byggðar væru á misskilningi eða ófullnægjandi upplýsingum um Ísland og íslensku þjóðina

Walton sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið væri í nánu samstarfi við fjármálaráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra beggja ráðuneyta, þá Steingrím J. Sigfússon og Gylfa Magnússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×