Erlent

Hengdu brúðu í líki Obama

Öryggissveit bandaríkjaforseta, Secret Service, rannsakar nú atvik sem átti sér stað í bænum Plains í Georgíuríki í Bandaríkjunum en þar tók sig einhve til og hengdi brúðu í líki Baracks Obama bandaríkjaforseta upp við skilti í bænum.

Slökkviliðið var kallað á vettvang til þess að taka brúðuna niður en talsmaður Secret Service hefur staðfest að stofnunin sé að rannsaka málið, en bærinn hefur hingað til helst unnið það sér til frægðar að vera fæðingarbær Jimmys Carters fyrrverandi forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×