Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. júlí 2010 08:15 Fréttablaðið/Daníel Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira