Erlent

Bosníubúi talinn óheppnasti maður heimsins

Hinn fimmtugi Bosníubúi Radivoke Laijc er nú talinn óheppnasti maður í heimi. Sex sinnum hafa loftsteinar hrapað niður á hús hans í bænum Gornji Lajici frá árinu 2007 og skemmt það.

Samkvæmt breska blaðinu Telegraph hefur loftsteinahrapið yfirleitt gerst í votviðri og því er Radivoke skelfingu lostinn í hvert sinn sem rignir í heimabæ hans.

Til að bregðast við sjöunda loftsteininum hefur Radivoke komið stálplötum fyrir á þaki húss síns. Til þess hefur hann notað fé sem háskóli í Hollandi hefur borgað honum fyrir hina loftsteinana sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×