Erlent

Grafalvarleg staða á flóðasvæðunum í Kína

Kínverjar búa sig nú undir að staðan á flóðasvæðunum í suðurhluta landsins muni versna að mun seinna í dag þegar hitabeltisstormurinn Chanthu skellur á suðurströnd landsins.

Ríkisráð Kína segir að staðan sé grafalvarleg og hvetur héraðsstjórnir til að gera betur í að koma upp fleiri flóðavörnum á sínum landssvæðum.

Eins og fram hefur komið í fréttum glíma Kínverjar nú við verstu flóð í manna minnum þar í landi og hafa yfir 700 manns farist í þeim og fleiri hundruða er saknað.

Yfir 100 milljónir Kínverja hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum sem koma í kjölfar óvenjumikillar úrkomu í landinu undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×