Erlent

Ekkert lát á straumi ólöglegra lyfja til Danmerkur

Ekkert lát er á straumi ólöglegra lyfja til Danmerkur en Danir virðast mjög óttalausir við að kaupa ólöglegt dóp, stinningarlyf og óþekktar megrunarpillur í gegnum netið.

Tölur úr tollinum á Kastrup fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna að ekkert dregur úr þessum straumi en þær tölur ná aðeins yfir það sem tollurinn tekur í pökkum sem berst með póstinum til Danmerkur. Ekki er vitað um umfang smygls á þessum ólöglegu lyfjum eftir öðrum leiðum.

Fyrir utan stinningarlyf og megrunarpillur eru sterar áberandi í þessum póstsendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×