Erlent

Hlaupið fór í hundana -myndband

Óli Tynes skrifar
Hérinn átti fórum fjör að launa.
Hérinn átti fórum fjör að launa.

Hundaveðhlaup í Ástralíu endaði í upplausn þegar alvöru héri stökk inn á hlaupabrautina.

Hundaveðhlaup fer þannig fram að hundarnir elta mekaniskan héra sem þýtur áfram á braut sem er á hringlaga girðingu á hlaupabrautinni.

Þegar hérinn stökk inn á brautina sá einn hundanna hann og leist miklu betur á hann en þetta blikkdrasl sem hann var að elta.

Hann þeyttist því á eftir héranum sem þó slapp. Þessi truflun varð til þess að veðmangarar þurftu að endurgreiða það fé sem hafði verið lagt undir, samtals um þrjár og hálfa milljón króna.

Mikil leit var gerð að „fjandans kanínunni" eins og mótshaldarinn orðaði það, en hún fannst ekki.

Má líklega með sanni segja að hún hafi átt fótum fjör að launa. Myndband af þessu atviki má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×