Erlent

Fordæma lekann hjá Wikileaks

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt birtingu leyniskjalanna sem Wikileaks vefsíðan hefur birt og jafnframt komið í hendur stórblaðanna New York Times, Der Spiegel og Guardian.

Segja stjórnvöld að þessi leki ógni lífi hermanna í Afganistan. Wikileaks hefur birt meira en 90 þúsund skjöl frá bandaríska hernum sem innihalda upplýsingar um stríðið í Afganistan frá árunum 2004 til dagsins í dag.

Fram kemur á fréttavef BBC að um sé að ræða einn mesta leka í sögu bandarísks hernaðar.

Meðal þess sem skjölin leiða í ljós er að pakistanska leyniþjónustan vinnur náið með Talibönum og að til eru sérstakar hersveitir sem leita uppi og taka af lífi leiðtoga Talibana án dóms og laga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×