Erlent

Lögreglumenn skotnir í Belfast

Óli Tynes skrifar
Frá Belfast.
Frá Belfast.

Þrír lögreglumenn voru skotnir og særðir óeirðum í Belfast á Norður Írlandi í gærkvöldi.

Alls særðust 27 lögreglumenn í óeirðunum. Óeirðaseggirnir eru þjóðernissinnar og tilefni látanna var að í dag verður farin hin hefðbundna ganga Óraníumanna í Belfast.

Óraníumenn eru mótmælendatrúar og undanfarna áratugi hefur gangan snúist um að skaprauna kaþólskum íbúum landsins.

Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu vatnsfallbyssum til að hafa hemil á óeirðaseggjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×