Webber gagnrýndur vegna óhapps 28. júní 2010 16:41 Mark Webber svarar spurningum fréttamanna eftir óhappið í gær. Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne. Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne.
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira