Niðurrifsstarfsemi eða nútíma lýðræði Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifar 16. júlí 2010 06:00 Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra. Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum. Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra. Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum. Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar