„Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýungin sé betri“ Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur skrifar 16. júlí 2010 06:00 Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitnun í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og framsýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með framfarir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Ég hygg, að þeir séu æði margir, sem geta tekið undir með hinum gengna stjórnmálamanni og ekki síst nú, þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Slíkir menn finnast í öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þeir sjá þar möguleika á nýjung, er geti fært þjóð okkar betri framtíð. Þess vegna hefur verið farið í aðildarviðræður. Hinir eru einnig til, sem eru, að óreyndu máli, vissir um að þetta verði okkur ekki til gæfu. Þeir hafa sagt það „raunsætt mat", að Íslendingum sé það fyrir bestu að standa utan ESB. Þeir hafa lagt til, að umsókn okkar um aðild verði tekin aftur. En hvernig getur mat á slíkum málum verið raunsætt, þegar samningur liggur ekki fyrir? Þannig hefur margur spurt, að minnsta kosti úr röðum sjálfstæðismanna. Ég hef verið í þeirra hópi, en fengið þau svör, að mér væri óhætt að treysta hinu „raunsæja mati" og ætti bara að þiggja handleiðslu þeirra, sem viti allt miklu betur en ég. Eitt sinn á liðnu ári var boðað til fundar í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður hvatti mjög til samræðu innan flokksins, að menn ræddu ólík viðhorf og reyndu að finna lausnir, sem allir gætu sætt sig við. Hann taldi upp ýmsa málaflokka, þar sem þetta ætti við. Ég saknaði þar Evrópumálanna, en hann sagði mér, að þessa gerðist ekki þörf þar. Niðurstöðurnar lægju þegar fyrir. Ég hef hingað til talið, að ég væri læs, og þannig fundið út, að samningar þjóða við bandalagið væru ekki allir eins. En ég var beðinn að gleyma því. Við myndum aldrei ná neinu, sem við gætum sætt okkur við. Við, sem áhuga höfðum á samningum, fengum ekki nema einn fund með flokksforystunni í Valhöll á liðnu ári og hann mátti ekki auglýsa. Þá fannst mér, að litið væri á okkur eins og „óhreinu börnin hennar Evu," enda bar sá fundur engan árangur fyrir málstað okkar. Þetta hefur að stórum hluta haft á sér nokkuð „austrænt" yfirbragð, nálgast það, að mönnum væri ekki treyst til að hugsa sjálfstætt, en þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn æði langt frá hugsjónum sínum. Í hjarta mér er ég Evrópusinni, og í málum svo sem varðandi flóttamenn, mannréttindi, hungursneyð og annað slíkt, sem alþjóðasamfélagið glímir við, hef ég myndað mér kjörorð: Bróðerni ofar þjóðerni. Ég þrái að vinna að framgangi hugsjóna kærleikans, og þó að Evrópusambandið sé ekki fullkomið á neinn hátt, bind ég vonir við, að það geti orðið áfangi á leið mannkynsins til aukins réttlætis og umburðarlyndis. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér, hugsanlega einnig í því, að rétt sé að reyna samninga. Ég á ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig. Ég er tortrygginn gagnvart þeim, sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna. Þeir, sem nú andmæla samningum, virðast vera hræddir við sannleiksleit annarra, líkt og Sovétmenn voru. Mér finnst það skortur á pólitískum þroska. Og þegar stjórnmálaflokkur tekur upp á því að neita mönnum um að standa fyrir þekkingaröflun, þá er eitthvað mikið að og mitt traust farið. Að mínu áliti getur enginn Íslendingur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið, nema samningur liggi fyrir. Þá fyrst veit ég að minnsta kosti um mína afstöðu. Ég mun aldrei samþykkja, að við semjum af okkur fiskimiðin eða aðrar náttúruauðlindir okkar. Ég þekki engan Evrópusinna, sem vill ganga í samtökin, „hvað sem það kostar" eins og þó hefur verið haldið fram af fágætu ofstæki um einstaka menn í okkar hópi. Ég hvet alla, sem áhrif geta haft, að stuðla að samningum milli þjóðar okkar og Evrópusambandsins. Þeir hljóta svo, að verða bornir undir þjóðaratvæði. Þannig metur þjóðin í heild, hvort nýjungin sé betri en það sem við búum við, og niðurstöðunni hljótum við öll að lúta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitnun í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og framsýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með framfarir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Ég hygg, að þeir séu æði margir, sem geta tekið undir með hinum gengna stjórnmálamanni og ekki síst nú, þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Slíkir menn finnast í öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þeir sjá þar möguleika á nýjung, er geti fært þjóð okkar betri framtíð. Þess vegna hefur verið farið í aðildarviðræður. Hinir eru einnig til, sem eru, að óreyndu máli, vissir um að þetta verði okkur ekki til gæfu. Þeir hafa sagt það „raunsætt mat", að Íslendingum sé það fyrir bestu að standa utan ESB. Þeir hafa lagt til, að umsókn okkar um aðild verði tekin aftur. En hvernig getur mat á slíkum málum verið raunsætt, þegar samningur liggur ekki fyrir? Þannig hefur margur spurt, að minnsta kosti úr röðum sjálfstæðismanna. Ég hef verið í þeirra hópi, en fengið þau svör, að mér væri óhætt að treysta hinu „raunsæja mati" og ætti bara að þiggja handleiðslu þeirra, sem viti allt miklu betur en ég. Eitt sinn á liðnu ári var boðað til fundar í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður hvatti mjög til samræðu innan flokksins, að menn ræddu ólík viðhorf og reyndu að finna lausnir, sem allir gætu sætt sig við. Hann taldi upp ýmsa málaflokka, þar sem þetta ætti við. Ég saknaði þar Evrópumálanna, en hann sagði mér, að þessa gerðist ekki þörf þar. Niðurstöðurnar lægju þegar fyrir. Ég hef hingað til talið, að ég væri læs, og þannig fundið út, að samningar þjóða við bandalagið væru ekki allir eins. En ég var beðinn að gleyma því. Við myndum aldrei ná neinu, sem við gætum sætt okkur við. Við, sem áhuga höfðum á samningum, fengum ekki nema einn fund með flokksforystunni í Valhöll á liðnu ári og hann mátti ekki auglýsa. Þá fannst mér, að litið væri á okkur eins og „óhreinu börnin hennar Evu," enda bar sá fundur engan árangur fyrir málstað okkar. Þetta hefur að stórum hluta haft á sér nokkuð „austrænt" yfirbragð, nálgast það, að mönnum væri ekki treyst til að hugsa sjálfstætt, en þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn æði langt frá hugsjónum sínum. Í hjarta mér er ég Evrópusinni, og í málum svo sem varðandi flóttamenn, mannréttindi, hungursneyð og annað slíkt, sem alþjóðasamfélagið glímir við, hef ég myndað mér kjörorð: Bróðerni ofar þjóðerni. Ég þrái að vinna að framgangi hugsjóna kærleikans, og þó að Evrópusambandið sé ekki fullkomið á neinn hátt, bind ég vonir við, að það geti orðið áfangi á leið mannkynsins til aukins réttlætis og umburðarlyndis. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér, hugsanlega einnig í því, að rétt sé að reyna samninga. Ég á ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig. Ég er tortrygginn gagnvart þeim, sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna. Þeir, sem nú andmæla samningum, virðast vera hræddir við sannleiksleit annarra, líkt og Sovétmenn voru. Mér finnst það skortur á pólitískum þroska. Og þegar stjórnmálaflokkur tekur upp á því að neita mönnum um að standa fyrir þekkingaröflun, þá er eitthvað mikið að og mitt traust farið. Að mínu áliti getur enginn Íslendingur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið, nema samningur liggi fyrir. Þá fyrst veit ég að minnsta kosti um mína afstöðu. Ég mun aldrei samþykkja, að við semjum af okkur fiskimiðin eða aðrar náttúruauðlindir okkar. Ég þekki engan Evrópusinna, sem vill ganga í samtökin, „hvað sem það kostar" eins og þó hefur verið haldið fram af fágætu ofstæki um einstaka menn í okkar hópi. Ég hvet alla, sem áhrif geta haft, að stuðla að samningum milli þjóðar okkar og Evrópusambandsins. Þeir hljóta svo, að verða bornir undir þjóðaratvæði. Þannig metur þjóðin í heild, hvort nýjungin sé betri en það sem við búum við, og niðurstöðunni hljótum við öll að lúta.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun