Erlent

Nær 40 farast í aurflóðum í Guatemala

Að minnsta kosti 36 manns hafa farist í miklum aurskriðum í Guatemala Aurskriðurnar komu í kjölfar mikillar úrkomu í landinu undanfarnar vikur.

Versta tilfellið kom þegar aurskriða féll úr fjallshlíð þar sem sjálfboðaliðar voru að reyna að grafa rútu upp úr fyrri aurskriðu. Talið er að 20 manns hafi farist þegar seinni aurskriðan skall á björgunarsvæðið.

Forseti landsins hefur lýst ástandinu sem þjóðarharmleik. Ekkert lát er á úrkomunni sem er sú mesta á undanförnum 50 árum í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×