Erlent

Einn stærsti leki í sögu Bandaríkjahers

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Petraeus yfirmaður fjölþjóðhersins í Afganistan ásamt Barack Obama. Mynd/ ap.
David Petraeus yfirmaður fjölþjóðhersins í Afganistan ásamt Barack Obama. Mynd/ ap.
Wikileaks vefsíðan hefur birt meira en 90 þúsund skjöl frá bandaríska hernum sem innihalda upplýsingar um stríðið í Afganistan frá árunum 2004 til dagsins í dag. Þrjú stórblöð sem birt hafa upplýsingar úr skjölunum segja að þau hafi að geyma áður óbirtar heimildir um að óbreyttir afganskir borgarar hafi verið drepnir í stríðinu.

Fram kemur á fréttavef BBC að um sé að ræða einn mesta leka í sögu bandarísks hernaðar. Hvíta húsið hefur fordæmt birtingu skjalanna. Breska blaðið The Guardian, New York Times og þýska blaðið Der Spiegel segja öll að í skjölunum sé jafnframt lýst áhyggjum NATO af því að Pakistanar og Íranar séu að veita Talibönum stuðning í Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×