Erlent

Harmi slegnir yfir slysinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarfólk hjálpar slösuðum. Mynd/afp.
Björgunarfólk hjálpar slösuðum. Mynd/afp.
Forseti Þýskalands, Christian Wulff, er harmi sleginn yfir slysinu í Gleðigöngunni í Duisburg í gær, þar sem að minnsta kosti 18 manns fórust og fjöldi fólks slasaðist. Hann krefst þess að orsakir slyssins verði rannsakaðar.

Utanríkisráðherrann og aðstoðarkanslarinn, Guido Westerwelle, er sömuleiðis sleginn vegna atburðanna. „Hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem fórust og jafnframt hjá hinum slösuðu og fjölskyldum þeirra," er haft eftir Westerwelle.

Mikil mannþröng safnaðist þar sem hátíðin var haldin og er talið að fólkið sem fórst og þeir sem slösuðust hafi troðist undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×