240 þúsund manna varalið rússneska hersins hefur verið kallað út til að berjast við skógarelda í vesturhluta landins. Að minnsta kosti 30 hafa látið lífið í eldunum sem hafa valdið miklu eignatjóni.
Mörg þúsund heimili hafa brunnið til kaldra kola en miklar hitar hafa verið í Rússlandi undanfarna daga og gróður víða mjög þurr. Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir dag að slökkviliðsmönnum hafi tekist að ná tökum á ástandinu.
