Innlent

Karlarnir prjóna og drekka bjór

Sænskur karlmaður, búsettur á Íslandi, hefur gefið út prjónabók en þar kemur fyrir nafnið á þriðja landinu því bókin heitir Rússneskt hekl á íslensku.

Hugbúnaðarsérfræðingurinn Patrick Hassel Zein hefur búið á Íslandi í um áratug. Í lok árs 2007 kynntist hann listinni að prjóna og það hefur svo sannarlega undið upp á sig því nú hefur hann gefið út prjónabókina Rússneskt hekl á íslensku í samstarfi við Knitting Iceland.

Bókin á að sögn að henta öllum áhugasömum um hekl en í henni er lögð nokkur áhersla á karlmannsflíkur enda þótti Patrik vanta slíkt á markaðinn. Hann sótti innblástur meðal annars til íslenskra víkinga en lét ekki þar við sitja og heklaði peysu í anda Star Trek. En Patrik er alls ekki eini karlmaðurinn sem heklaði flíkur fyrir bókina. Hann fékk hjálp frá vinum sínum.

„Ég er í prjónaklúbbi í Reykjavík þar sem eru sex til sjö karlmenn að prjóna. Svo spurði ég hvort einhver vildi hjálpa mér að hekla fyrir bókina og það voru fjórir karlmenn sem tóku þátt," segir Patrick.

Aðspurður segir Patrick að það sé talsverður munur á prjónahópum karla og kvenna Karlarnir reyni að aðstoða nýgræðinga að læra tæknina en hjá konum sé meira rædd um garn og mynstur. Auk þess drekki karlarnir bjór og konurnar kaffi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×