Erlent

Bretar og Frakkar samnýti flugmóðurskip

Teikning af fyrirhuguðu flugmóðurskipi breska flotans sem kannski fer aldrei á flot.
Teikning af fyrirhuguðu flugmóðurskipi breska flotans sem kannski fer aldrei á flot.

Bretar og Frakkar íhuga nú að notast við sameiginleg flugmóðurskip í sparnaðarskyni. Breska blaðið The Times greinir frá þessu í dag og segir að ákvörðunin verði mögulega tekin á fundi þeirra David Camerons forsætisráðherra Breta og Nicolaz Sarkozy forseta Frakklands sem fyrirhugaður er í Nóvember.

Með þessum aðgerðum væri tryggt að eitt flugmóðurskip yrði í það minnsta ávallt á siglingu sem gæti þjónað báðum herjum.

Bretar eiga tvö flugmóðurskip og Frakkar eitt, og gangi þetta eftir gætu Bretar hætt við áætlun sína um að smíða tvö ný skip sem eru á teikniborðinu og kosta litla 900 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×