Erlent

Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans

Ítalir hafa örugglega talið að forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, gæti ekki eyðilagt orðpor þjóðarinnar frekar en orðið er. Þjóðinni gæti skjátlast.

Ítalir hafa nýlega neyðst til að fylgjast með svokölluðu bunga bunga máli í flestöllum fjölmiðlinum landsins. Bunga bunga er samnefnari yfir villtar kynsvallsveislur Berlusconi í sumarhúsum sínum á Ítalíu og Sardínu.

Nú er nýtt hneyskli til umræðu meðal Ítala en erlendir fjölmiðlar fjalla gjarnan um þetta mál undir fyrirsögnum á borð við: Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans.

Í nýja hneykslinu segir metnaðarfull fyrirsæta að Berlusconi hafi borgað sér sem nemur hátt í tveimur milljónum króna fyrir að hafa við sig kynmök í tvígang. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi fyrirsæta héldi því ekki janframt fram að einkaþota Berlusconi hefði verið notuð til að flytja töluvert magn af marijúana í veislurnar tvær sem henni var boðið í.

Sem fyrr segir talsmaður Berlusconi að þetta sé þvættingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×