Harður og mjúkur pakki Freyr Bjarnason skrifar 20. desember 2010 00:01 The Thief's Manual með Cliff Clavin. Tónlist The Thief"s Manual Cliff Clavin Cliff Clavin er á meðal efnilegustu rokksveita landsins og hafa lög hennar hljómað með reglulegu millibili á X-inu. Sveitin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum og mætir nú með sína fyrstu plötu. Upphafslagið Mine Has the View er þrusu rokkari í anda Korns og Mínuss sem vekur upp ákveðnar væntingar um framhaldið. Þær væntingar standast ekki alveg því flest lögin sem á eftir koma eru heldur mýkri, þó að mörg séu þau vel frambærileg. Best eru hin rokkuðu This Is Where We Kill More Than Time og Midnight Getaways, auk þess sem The Thief"s Manual og Shake Hands eru nokkuð góð. Gítarleikurinn á plötunni er víða flottur og hljómurinn fágaður, en kannski einum of á köflum. Hinn hrái hljómur upphafslagsins hefði alveg mátt fá að njóta sín oftar og menn hefðu mátt sleppa meira fram af sér beislinu. Sem sagt, ágæt rokkplata sem sýnir að Cliff Clavin hefur það sem til þarf. Strákarnir kunna að rokka en vonandi verður rokkið aðeins harðara á næstu plötu. Niðurstaða: Rokkið mætti vera harðara á annars ágætum frumburði Cliff Clavin. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist The Thief"s Manual Cliff Clavin Cliff Clavin er á meðal efnilegustu rokksveita landsins og hafa lög hennar hljómað með reglulegu millibili á X-inu. Sveitin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum og mætir nú með sína fyrstu plötu. Upphafslagið Mine Has the View er þrusu rokkari í anda Korns og Mínuss sem vekur upp ákveðnar væntingar um framhaldið. Þær væntingar standast ekki alveg því flest lögin sem á eftir koma eru heldur mýkri, þó að mörg séu þau vel frambærileg. Best eru hin rokkuðu This Is Where We Kill More Than Time og Midnight Getaways, auk þess sem The Thief"s Manual og Shake Hands eru nokkuð góð. Gítarleikurinn á plötunni er víða flottur og hljómurinn fágaður, en kannski einum of á köflum. Hinn hrái hljómur upphafslagsins hefði alveg mátt fá að njóta sín oftar og menn hefðu mátt sleppa meira fram af sér beislinu. Sem sagt, ágæt rokkplata sem sýnir að Cliff Clavin hefur það sem til þarf. Strákarnir kunna að rokka en vonandi verður rokkið aðeins harðara á næstu plötu. Niðurstaða: Rokkið mætti vera harðara á annars ágætum frumburði Cliff Clavin.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira