Erlent

Hófu heræfingar í morgun í Kóreu

MYND/AP

Suður kóreski herinn hóf í morgun heræfingu á Jongpjong eyju, sem er nærri landamærunum að Norður Kóreu. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti landsins en Norður-Kóreumenn hafa hótað aðgerðum, fari æfingin fram. Fjórir létust á dögunum þegar norðanmenn hófu stórskotaliðsárás á eyju sem lýtur yfirráðum sunnanmanna þegar önnur heræfing var haldin og er ástandið á svæðinu afar eldfimt.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur fundað um málið en án niðurstöðu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins en Rússar hafa hvatt Suður Kóreumenn til þess að hætta við æfinguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×