Erlent

Gat ekki valið á milli kvenna

 Azhar Haidri er hér lengst til vinstri með ættmennum sínum í giftingarveislu hans á föstudag.Fréttablaðið/AP
Azhar Haidri er hér lengst til vinstri með ættmennum sínum í giftingarveislu hans á föstudag.Fréttablaðið/AP

Pakistanskur maður að nafni Azhar Haidri ætlar að kvænast tvemur konum á innan við sólarhring. Hann gat ekki ákveðið hvort hann ætti að heiðra fjölskyldu sína og kvænast konunni sem hann hefur verið trúlofaður frá barnsaldri eða hvort hann ætti að leyfa hjartanu að ráða og kvænast ástinni sinni. Haidri ákvað því að besta lausnin væri að kvænast báðum konunum.

Fjölkvæni er leyfilegt í Pakistan en verður að gerast með leyfi fyrstu eiginkonunnar. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×