Viðskipti innlent

Undirbúa stofnun nýs banka

Ingólfur Ingólfsson fer fyrir hópnum. Mynd/ Anton.
Ingólfur Ingólfsson fer fyrir hópnum. Mynd/ Anton.
Undirbúningur að stofnun nýs banka hér á landi er langt komin, að því er fréttavefur Viðskiptablaðsins greinir frá.

Bankinn mun bera nafnið Sparibankinn og verða teknar lokaákvarðanir um hvort af stofnun hans verði í byrjun næsta mánaðar. Ingólfur Ingólfsson, fjármálaráðgjafi og eigandi spara.is fer fyrir hópnum sem undirbýr stofnun nýja bankans. Þá hafa endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterHouseCoopers, lögfræðiráðgjafafyrirtækið Nordic Legal og Capacent sinnt einstökum verkefnum við undirbúninginn. Söfnun hlutafjár mun þó ekki vera lokið en það þarf um 5 milljónir evra, 800 milljónir íslenskra króna til að koma banka á laggirnar.

Ingólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið að vilyrði fyrir hlutafé lægju fyrir, en hann á sjálfur 20% hlut í félaginu sem mun eiga bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×