Erlent

Bílabruni á Standsted

24 bílar brunnu í nótt á bílastæði við Standsted flugvöll á Englandi. Bílarnir voru í eigu ferðalanga sem geymdu þá á stæðinu á meðan haldið var út í heim. Eldurinn kviknaði fyrst í einum bíl og á öryggismyndavélum má sjá hvernig hann dreifði sér í nærliggjandi bíla á nokkrum mínútum. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en tjónið hleypur á milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×