Erlent

Biður alþjóðasamfélagið um hjálp

Forsætisráðherra Pakistan, Yousaf Raza Gilani, ítrekaði í dag ákall sitt eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu vegna mikilla flóða í landinu á undanförnum sem hafa kostað um 1500 manns lífið. Sameinuðu þjóðirnar telja að endurreisn í landinu eftir flóðin muni kosta marga milljarða bandaríkjadala.

Fjöldi fólks hefur misst heimili sín vegna flóðanna, einkum í héruðunum Punjab og Sindh. Í borginni Kot Addu er lestarstöðin einn af fáum stöðum þar sem fólk getur leitað sér skjóls. Íbúar í Pakistan hafa gagnrýnt stjórnvöld í landinu fyrir það hversu seint aðstoð hefur borist vegna hörmunganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×