Erlent

Verstu flóð í Kína í áratug

Gríðarleg aurflóð runnu yfir norðvesturhluta Kína í dag með þeim afleiðingum að á annað hundrað manns fórust og byggingar og bílar gereyðilögðust. Um þrettán hundruð manns er saknað og að minnsta kosti 45 þúsund hafa þegar yfirgefið heimili sín vegna flóðanna sem eru talin vera þau verstu í Kína í áratug.

Yfirvöld í Kína segja að þykk leðja, sem er sumstaðar allt að eins metra þykk, hamli björgunarstarfi. Flóðin hafa leikið Gansu héraðið verst. Rafmagn fór af í suðurhluta héraðsins og þar er ekki vitað nákvæmlega hversu margir hafa farist eða hversu marga er einfaldlega ekki hægt að ná í vegna rafmagns- og símasambandsleysis.

Íbúar á svæðinu þar sem flóðin hafa verið verst eru að mestu Tíbetar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×