Erlent

Olíuborpallur til bjargar námuverkamönnum

Ákveðið hefur verið að flytja olíuborpall að námunni í Chile þar sem 33 námuverkamenn hafa verið innilokaðir í mánuð.

Samkvæmt frétt um málið á CNN ætla stjórnvöld í Chile að reyna að stytta þann tíma sem tekur að ná mönnunum upp úr námunni með því að nota olíuborinn. Hann er talinn geta náð til mannanna töluvert fyrr en þær boranir sem nú standa yfir.

Flytja þarf olíuborpallinn töluverða leið að námunni en reiknað er með að hann verði kominn í gang um miðjan þennan mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×