Áhyggjur af sjaldgæfri veiki 2. mars 2010 03:00 Frá Færeyjum CTD-sjúkdómurinn er sérstaklega algengur í Færeyjum. Einn af sjöhundruð hefur hann í blóðinu. Sjúkdómurinn virðist algengastur hjá fólki sem á ættir að reykja til Sandeyjar,sem er sunnan við Þórshöfn. fréttablaðið/Hólmfríður Allmargir Færeyingar búsettir á Íslandi og fólk af færeyskum ættum hefur að undanförnu komið á Landspítalann til að athuga hvort það hafi erfðasjúkdóminn CTD. Færeyska landsstjórnin hefur gefið út tilmæli um að hver og einn Færeyingur láti skima sig fyrir veikinni. Um þriðjungur þjóðarinnar, eða 15.000 manns, hefur gengist undir blóðrannsókn til að leita sjúkdómsins. CTD getur verið einkennalaus þar til sjúklingurinn deyr skyndidauða og er hundraðfalt algengari í Færeyjum en í öðrum löndum. Margt bendir til að hann sé einnig nokkuð algengari á Íslandi, segir Jón Jóhannes Jónsson, dósent og læknir á Landspítalanum. „Við höfum skimað öll nýfædd börn á Íslandi fyrir þessum sjúkdómi síðan 1. janúar 2008 og við höfum fundið eitt tilvik í átta til níu þúsund skimunum,“ segir hann. Í Færeyjum er einn af sjö hundruð með sjúkdóminn. Víða erlendis finnst einn veikur á móti um sjötíu þúsund heilbrigðum, segir Jón. Mikið hefur verið rætt um CDT í færeyskum fjölmiðlum síðustu misseri. Gunnvør Balle, ræðismaður Færeyinga á Íslandi, segir að Færeyingar hafi miklar áhyggjur af veikinni. „Í sumum fjölskyldum er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni og við höfum verið með milligöngu um læknisþjónustu fyrir Færeyinga hér,“ segir hún. Margt bendir til að sjúkdómurinn sé algengastur hjá fólki sem er ættað úr Sandey. CTD stendur fyrir Carnitine Transporter Deficiency. Þetta er efnaskiptagalli sem lýsir sér í því að flutningur orkuefna til brennslu í líkamanum skerðist. Einkenni sjúkdómsins eru fjölbreytileg og geta verið slappleiki í vöðvum, truflanir í lifrarstarfsemi og hjartsláttartruflanir, sem geta leitt til skyndidauða. Þá getur blóðsykur lækkað og truflað heilastarfsemi. „Þessi einkenni geta komið fram hvenær sem er á ævinni, en sumir eru einkennalausir alla ævi. Það hefur verið nokkuð um það í Færeyjum að ungt fólk finni skyndilega fyrir alvarlegum einkennum,“ segir Jón Jóhannes. Með réttum lyfjum geti sjúklingar þó lifað eðlilegu lífi. Jón mælir ekki sérstaklega með því að Íslendingar mæti í blóðprufu, nema þeir séu af færeyskum ættum eða sjúkdómurinn sé í ættinni. Jón segir að það sé tilviljun að þessi sjúkdómur sé algengari í Færeyjum en annars staðar, en smæð þjóðarinnar auki frávikið. - kóþ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Allmargir Færeyingar búsettir á Íslandi og fólk af færeyskum ættum hefur að undanförnu komið á Landspítalann til að athuga hvort það hafi erfðasjúkdóminn CTD. Færeyska landsstjórnin hefur gefið út tilmæli um að hver og einn Færeyingur láti skima sig fyrir veikinni. Um þriðjungur þjóðarinnar, eða 15.000 manns, hefur gengist undir blóðrannsókn til að leita sjúkdómsins. CTD getur verið einkennalaus þar til sjúklingurinn deyr skyndidauða og er hundraðfalt algengari í Færeyjum en í öðrum löndum. Margt bendir til að hann sé einnig nokkuð algengari á Íslandi, segir Jón Jóhannes Jónsson, dósent og læknir á Landspítalanum. „Við höfum skimað öll nýfædd börn á Íslandi fyrir þessum sjúkdómi síðan 1. janúar 2008 og við höfum fundið eitt tilvik í átta til níu þúsund skimunum,“ segir hann. Í Færeyjum er einn af sjö hundruð með sjúkdóminn. Víða erlendis finnst einn veikur á móti um sjötíu þúsund heilbrigðum, segir Jón. Mikið hefur verið rætt um CDT í færeyskum fjölmiðlum síðustu misseri. Gunnvør Balle, ræðismaður Færeyinga á Íslandi, segir að Færeyingar hafi miklar áhyggjur af veikinni. „Í sumum fjölskyldum er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni og við höfum verið með milligöngu um læknisþjónustu fyrir Færeyinga hér,“ segir hún. Margt bendir til að sjúkdómurinn sé algengastur hjá fólki sem er ættað úr Sandey. CTD stendur fyrir Carnitine Transporter Deficiency. Þetta er efnaskiptagalli sem lýsir sér í því að flutningur orkuefna til brennslu í líkamanum skerðist. Einkenni sjúkdómsins eru fjölbreytileg og geta verið slappleiki í vöðvum, truflanir í lifrarstarfsemi og hjartsláttartruflanir, sem geta leitt til skyndidauða. Þá getur blóðsykur lækkað og truflað heilastarfsemi. „Þessi einkenni geta komið fram hvenær sem er á ævinni, en sumir eru einkennalausir alla ævi. Það hefur verið nokkuð um það í Færeyjum að ungt fólk finni skyndilega fyrir alvarlegum einkennum,“ segir Jón Jóhannes. Með réttum lyfjum geti sjúklingar þó lifað eðlilegu lífi. Jón mælir ekki sérstaklega með því að Íslendingar mæti í blóðprufu, nema þeir séu af færeyskum ættum eða sjúkdómurinn sé í ættinni. Jón segir að það sé tilviljun að þessi sjúkdómur sé algengari í Færeyjum en annars staðar, en smæð þjóðarinnar auki frávikið. - kóþ
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira