Innlent

Mansalsmálið þingfest eftir helgi

Einn hinna grunuðu í mansalsmálinu. Ríkissaksóknari telur að vitnum stafi veruleg hætta af fimm Litháum sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Einn hinna grunuðu í mansalsmálinu. Ríkissaksóknari telur að vitnum stafi veruleg hætta af fimm Litháum sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Þingfesting í mansalsmálinu svokallaða fer fram næstkomandi mánudag. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal gagnvart 19 ára stúlku. Litháarnir sitja allir í gæsluvarðhaldi.

Málið kom upp í október þegar stúlka frá Litháen trylltist um borð í flugvél á leið hingað til lands og sagðist vera fórnarlamb mansals. Viðamikil rannsókn fór strax í gang sem endaði með því að 13 höfðu um tíma réttarstöðu sakbornings. Þar af voru sex Íslendingar.

Litháarnir fimm tengjast innbyrðis en neita allir sök. Ríkissaksóknari telur að vitnum í málinu stafi veruleg hætta af mönnunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×