Pistill: Icesave fyrir byrjendur Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 12. júlí 2009 14:47 Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar