Pistill: Icesave fyrir byrjendur Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 12. júlí 2009 14:47 Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun