Viðskipti innlent

FT: Málsókn Kaupþings tilbúningur og óraunveruleg

Financial Times (FT) fjallar um niðurstöðu í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum og vitnar m.a. í niðurstöðu breska dómstólsins (High Court) þar sem segir að málsóknin hafi haft á sér yfirbragð tilbúnings og óraunveruleika.

Fram kemur í FT að málskjölin sýni á nákvæman og dramatískan hátt hinar örvæntingarfullu samningaviðræður síðustu dagana áður en Alistair Darling fjármálaráðherra gaf undirmönnum sínum skipun um að taka yfir stjórn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi.

Kaupþing hélt því fram í málaferlunum að bankinn hefði náð samkomulagi við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að útvega 1,25 milljarð punda en að fjármálaráðuneytið hefði gripið til aðgerða áður en lokafrestur til að útvega það fjármagn rann út.

Sönnunargögn sem lögð voru fram fyrir dómstólinn sýna hinsvegar að FSA gaf Kaupþingi nokkrar skriflegar aðvaranir um skilgreindari upphæðir eftir því sem staða bankans fór versnandi á þessum tíma.

„Kaupþing gat ekki útvegað þetta fjármagn, jafnvel þótt bankinn hafi lofað á einum tímapunkti að senda 175 milljónir punda..."innan klukkutíma".

FSA setti síðan Kaupþingi 12 tíma úrslitakost um að bankinn hefði annað hvort fundið fjárhagslegan bakhjarl eða væri í standi til að yfirfæra nægilegt fjármagn til Singer & Friedlander til að mæta skuldbindingum sínum.

Dómarinn Lord Richards segir að hann eigi í erfiðleikum með að sjá til hvaða annarra aðgerða fjármálaráðuneytið hefði í raun getað gripið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×