Viðskipti innlent

Jóhannes í Bónus: Ætlum að borga allar okkar skuldir

Jóhannes í Bónus.
Jóhannes í Bónus. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, segir fjölskyldu sína ætla að borga allar sínar skuldir. Vöruverð í verslunum Haga kemur ekki með að hækka haldi fjölskyldan yfirráðum sínum í fyrirtækinu. Jóhannes segir mikilvægt að jafnfræði sé gætt þegar kekmur að afskriftum skulda. Rætt var við Jóhannes í Kastljósi í kvöld.

Bónusfjölskyldan hefur undanfarið unnið að því að fá nýja fjárfesta til að leggja pening í eignarhaldsfélagið 1998 sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar. Ef það tekst ekki tapa Jóhannes og fjölskylda hans yfirráðum í 1998 en félagið á og rekur Haga.

Jóhannes segir að í fréttum undanfarið um málefni 1998 og Haga hafi fjölmargir leikið sér með ýmsar tölur en þær tölur eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann hafnar því að til standi að afskrifa tugmilljarða skuldir.

„Við ætlum okkur, og það er markmiðið okkar, að ganga til samninga við bankann með það leiðarljósi að við ætlumst ekki til þess að hann afskrifi krónu. Við ætlum að borga allar okkar skuldir á ákveðinn hátt með nýju fjármagni. Náttúrulega tekur einhvern tíma að borga það niður en við teljum okkur hafa fullan grundvöll til að ná því fram," segir Jóhannes.

Jóhannes er sannfærður um að nýir aðilar muni koma með nýtt fé inn í rekstur fyrirtækisins. Hann vill ekki gefa upp hverjr það eru.

Þá fullyrðir Jóhannes að vöruverð komi ekki til með að hækka í þeim verslunum sem Hagar reka svo hægt verði standa undir skuldbindingum vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×