Viðskipti innlent

Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækkuðu um 12 milljarða í júí

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.310 milljörðum kr. í lok júlí og hækkuðu um 12,4 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.

Útlán og eignarleigusamningar þeirra námu 1.142 milljörðum kr. í lok mánaðarins og hækkuðu um 9,9 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Innstæður í Seðlabankanum hækkuðu um tæpa 6 milljarða kr. milli mánaða, fóru úr 11,8 milljörðum kr. í 17,8 milljarða kr. en kröfur á lánastofnanir hækkuðu um 1 milljarða kr.

Eigið fé nam 74,7 milljörðum kr. í lok júlí og minnkaði um 4,5 milljarða kr. milli mánaða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×