Erlent

19 látnir eftir óeirðir í fangelsi

Frá Mexíkó. Mynd/AP
Frá Mexíkó. Mynd/AP Mynd/AP
Að minnsta kosti 19 eru látnir og á þriðja tug eru slasaðir eftir óeirðir í fangelsi norðurhluta Mexíkó í dag. Ekki er vitað hvort að fangaverðir og aðrir starfsmenn fangelsisins séu í hópi hinna látnu. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir uppþotinu vera uppgjör milli tveggja klíka í fangelsinu.

Síðan Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hóf baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafa yfir 11 þúsund manns fallið í valinn. Af þeim eru yfir eitt þúsund lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×