Erlent

Komust yfir upplýsingar 130 milljóna greiðslukorta

Myndin tengist ekki viðfangsefninu beint.
Myndin tengist ekki viðfangsefninu beint.
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að misnota um 130 milljónir greiðslukorta sem notuð voru í verslunum Heartland Payment Systems, 7-Eleven og Hannaford Brothers Co. Samkvæmt saksóknaranum sem fer með málið er þetta stærsta greiðslukortasvindl sögunnar.

Höfuðsakborningur í málinu heitir Albert Gonzalez og kemur frá Miami. Hann gengur undir nöfnum á internetinu á borð við „segvec", „soupnazi" og „j4guar17". Tveir aðrir eru ákærðir vegna málsins.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að beita einstaklega þróaðri tækni við tölvuhökkun í þeim tilgangi að komast framhjá eldveggjum tölva og komast þannig yfir debet- og kreditkorta upplýsingar.

Gonzalez hefur einnig verið ákærður vegna annars máls af svipuðum toga. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir öll ákæruefnin. Þá gæti hann þurft að greiða um 250 þúsund bandaríkjadali í sekt.

Í janúar var brotist inn í tölvukerfi kortafyritækisins Heartland Payment Systems en þar komust tölvuþrjótarnir yfir um 100 mílljónir kortanúmera. Um tveimur vikum síðar setti fyrirtækið upp meiri varnir á tölvukerfum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×