Skjaldborg fyrir okkur öll Eygló Harðardóttir skrifar 30. september 2009 06:00 Þegar Samfylkingin sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var sagt að þar sem Jóhanna Sigurðardóttir kæmi að, þar ynnust verkin. Slá átti skjaldborg um heimilin og byggja velferðarbrú fyrir fjölskyldurnar í landinu enda Jóhanna talin þekkt fyrir sköruglega verkstjórn. Því er ekki að undra að þjóðin hafi að undanförnu velt fyrir sér hvar Jóhanna Sigurðardóttir sé. Hvernig stendur á því að þegar kemur að tillögum um eina stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar, leiðréttingu skulda heimilanna, heyrist ekkert frá verkstjóranum sjálfum? Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra virðist loksins hafa gert sér grein fyrir nauðsyn þess að fara í almennar aðgerðir til aðstoðar heimilunum. En hann er ráðherra velferðarmála. Fátt jákvætt hefur heyrst frá þeim ráðherrum sem fara með efnahagsmálin í ríkisstjórninni, þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og væntanlegum efnahagsráðherra. Forsætisráðherra talar um hugsanlegar aðgerðir fyrir áramót, og fjármálaráðherra um að kannski fái þeir sem verst standa fjárhagslega og ráði engan veginn við að greiða skuldir sínar, hluta þeirra afskrifaðar. Í því ljósi er ekki skrítið að margir boltar virðast vera á lofti varðandi hugmyndir til aðstoðar heimilunum. Frá félagsmálaráðherra heyrist einn daginn að færa eigi öll lán yfir í Íbúðalánasjóð, þann næsta að bankarnir ætli sjálfir að grípa til aðgerða. Fyrst er talað um samræmdar aðgerðir hjá bönkunum, en á mánudag rýkur Íslandsbanki til og kynnir almennar tillögur sérstaklega fyrir viðskiptavini Íslandsbanka á meðan Landsbankinn kannast ekkert við neinar tillögur til leiðréttingar á höfuðstóli. Og hvað með bílalánin og lífeyrissjóðslánin? Almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð, þorir varla að hreyfa sig og veltir fyrir sér hvort og þá hvaða stefnu ríkisstjórnin hafi í málinu. Hvar er þessi margumtalaða verkstjórn, samhæfing og skipulag aðgerða sem skipta höfuðmáli í nauðsynlegum björgunaraðgerðum á vettvangi? Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir, eða öllu heldur aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar. Henni tókst að eyða dýrmætum tíma sumarþingsins í vitleysu, en slíkt gengur ekki lengur. Því miður lítur út fyrir að dýrmætt tækifæri til að leiðrétta stöðu skuldsettra heimila við uppgjör bankanna hafi nú glatast með seinagangi stjórnarinnar. Þrátt fyrir það munum við framsóknarmenn áfram vinna að því hörðum höndum að reisa þá skjaldborg sem ríkisstjórnin lofaði. Framsóknarmenn ætla sér að berjast af krafti fyrir hagsmunum heimilanna á haustþinginu. Leita þarf leiða til að fara í varanlega leiðréttingu á höfuðstól. Ekki nægir að lækka greiðslubyrðina tímabundið með einhverjum útfærslum á teygjulánum líkt og tillögur ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á. Í þeim tilgangi tel ég vel hægt að sameina tillögur okkar framsóknarmanna um almenna lækkun á höfuðstóli og yfirfærslu lána til Íbúðalánasjóðs og hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um að verðbótaþáttur íbúðalána verði færður aftur til 1. janúar 2008. Þá þarf að taka sérstaklega á gengistryggðum lánum og viðurkenna að neytendum voru seld slæm lán. Hagfræðingur BSRB hefur bent á að verðbólgumælingar eru mjög gallað tæki til að mæla neyslu Íslendinga og þær endurspegla alls ekki breytta hegðun íslenskra fjölskyldna í kreppunni. Engin lausn er að skipta út verðlagsvísitölu fyrir vísitölu tengda launaþróun, enda hefur launavísitala hækkað langt umfram verðlagsvísitölu á undanförnum áratug. Lánin okkar verða eftir sem áður verðtryggð. Lausnin felst því í að afnema verðtrygginguna, ekki bara skipta um vísitölu. Framsóknarmenn munu því á næstunni leggja fram frumvarp um breytingar á verðtryggingunni, þar sem lagt er til fjögurra prósenta þak og bann við útgáfu ríkisins á verðtryggðum skuldabréfum á meðan unnið er að því að afnema verðtrygginguna varanlega. Miklu skiptir að jafna stöðu skuldara og lántakenda með fyrningu kröfuréttar svo ekki sé hægt að hundelta fólk um aldur og ævi líkt og núverandi lagaumhverfi býður upp á. Þá þarf að breyta lögum svo lánveitendur geti aðeins gengið að samningsveði, en ekki öðrum eignum skuldara. Öllu þessu munu framsóknarmenn beita sér fyrir þegar nýtt þing kemur saman. Það er kominn tími fyrir raunverulega skjaldborg, fyrir okkur öll. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var sagt að þar sem Jóhanna Sigurðardóttir kæmi að, þar ynnust verkin. Slá átti skjaldborg um heimilin og byggja velferðarbrú fyrir fjölskyldurnar í landinu enda Jóhanna talin þekkt fyrir sköruglega verkstjórn. Því er ekki að undra að þjóðin hafi að undanförnu velt fyrir sér hvar Jóhanna Sigurðardóttir sé. Hvernig stendur á því að þegar kemur að tillögum um eina stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar, leiðréttingu skulda heimilanna, heyrist ekkert frá verkstjóranum sjálfum? Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra virðist loksins hafa gert sér grein fyrir nauðsyn þess að fara í almennar aðgerðir til aðstoðar heimilunum. En hann er ráðherra velferðarmála. Fátt jákvætt hefur heyrst frá þeim ráðherrum sem fara með efnahagsmálin í ríkisstjórninni, þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og væntanlegum efnahagsráðherra. Forsætisráðherra talar um hugsanlegar aðgerðir fyrir áramót, og fjármálaráðherra um að kannski fái þeir sem verst standa fjárhagslega og ráði engan veginn við að greiða skuldir sínar, hluta þeirra afskrifaðar. Í því ljósi er ekki skrítið að margir boltar virðast vera á lofti varðandi hugmyndir til aðstoðar heimilunum. Frá félagsmálaráðherra heyrist einn daginn að færa eigi öll lán yfir í Íbúðalánasjóð, þann næsta að bankarnir ætli sjálfir að grípa til aðgerða. Fyrst er talað um samræmdar aðgerðir hjá bönkunum, en á mánudag rýkur Íslandsbanki til og kynnir almennar tillögur sérstaklega fyrir viðskiptavini Íslandsbanka á meðan Landsbankinn kannast ekkert við neinar tillögur til leiðréttingar á höfuðstóli. Og hvað með bílalánin og lífeyrissjóðslánin? Almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð, þorir varla að hreyfa sig og veltir fyrir sér hvort og þá hvaða stefnu ríkisstjórnin hafi í málinu. Hvar er þessi margumtalaða verkstjórn, samhæfing og skipulag aðgerða sem skipta höfuðmáli í nauðsynlegum björgunaraðgerðum á vettvangi? Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir, eða öllu heldur aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar. Henni tókst að eyða dýrmætum tíma sumarþingsins í vitleysu, en slíkt gengur ekki lengur. Því miður lítur út fyrir að dýrmætt tækifæri til að leiðrétta stöðu skuldsettra heimila við uppgjör bankanna hafi nú glatast með seinagangi stjórnarinnar. Þrátt fyrir það munum við framsóknarmenn áfram vinna að því hörðum höndum að reisa þá skjaldborg sem ríkisstjórnin lofaði. Framsóknarmenn ætla sér að berjast af krafti fyrir hagsmunum heimilanna á haustþinginu. Leita þarf leiða til að fara í varanlega leiðréttingu á höfuðstól. Ekki nægir að lækka greiðslubyrðina tímabundið með einhverjum útfærslum á teygjulánum líkt og tillögur ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á. Í þeim tilgangi tel ég vel hægt að sameina tillögur okkar framsóknarmanna um almenna lækkun á höfuðstóli og yfirfærslu lána til Íbúðalánasjóðs og hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um að verðbótaþáttur íbúðalána verði færður aftur til 1. janúar 2008. Þá þarf að taka sérstaklega á gengistryggðum lánum og viðurkenna að neytendum voru seld slæm lán. Hagfræðingur BSRB hefur bent á að verðbólgumælingar eru mjög gallað tæki til að mæla neyslu Íslendinga og þær endurspegla alls ekki breytta hegðun íslenskra fjölskyldna í kreppunni. Engin lausn er að skipta út verðlagsvísitölu fyrir vísitölu tengda launaþróun, enda hefur launavísitala hækkað langt umfram verðlagsvísitölu á undanförnum áratug. Lánin okkar verða eftir sem áður verðtryggð. Lausnin felst því í að afnema verðtrygginguna, ekki bara skipta um vísitölu. Framsóknarmenn munu því á næstunni leggja fram frumvarp um breytingar á verðtryggingunni, þar sem lagt er til fjögurra prósenta þak og bann við útgáfu ríkisins á verðtryggðum skuldabréfum á meðan unnið er að því að afnema verðtrygginguna varanlega. Miklu skiptir að jafna stöðu skuldara og lántakenda með fyrningu kröfuréttar svo ekki sé hægt að hundelta fólk um aldur og ævi líkt og núverandi lagaumhverfi býður upp á. Þá þarf að breyta lögum svo lánveitendur geti aðeins gengið að samningsveði, en ekki öðrum eignum skuldara. Öllu þessu munu framsóknarmenn beita sér fyrir þegar nýtt þing kemur saman. Það er kominn tími fyrir raunverulega skjaldborg, fyrir okkur öll. Höfundur er alþingismaður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun