Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra 16. september 2009 12:59 Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samdráttur innflutnings var sérstaklega krappur í ýmsum vöruflokkum sem endurspegla þá neyslu sem auðveldast er að skera við nögl þegar skóinn kreppir hjá heimilum. Til að mynda dróst innflutningur einkabifreiða saman um 78% á tímabilinu að magni til, innflutningur á varanlegum neysluvörum á borð við heimilistæki og húsbúnað skrapp saman um 63% og nærri helmingi minna var flutt inn af hálfvaranlegum neysluvörum á borð við fatnað frá áramótum til júlíloka en á sama tíma í fyrra. Innflutningur mat- og drykkjarvara minnkaði hins vegar um 23% á tímabilinu og bensíninnflutningur dróst aðeins saman um 6% að magni til. Samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara var aftur á móti ríflega 70% á sama tíma. Samdráttur útflutnings á ofangreindu tímabili skrifast fyrst og fremst á óreglulega liði á borð við skip og flugvélar. Almennur vöruútflutningur, að þessum liðum slepptum, jókst þannig um 5,6% á tímabilinu. Sá vöxtur átti sér fyrst og fremst rót í 11% magnaukningu á útflutningi afurða stóriðju, en útflutningur sjávarafurða stóð í stað í magni mælt á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Óhagstæð verðþróun á erlendum mörkuðum varð hins vegar til þess að krónutalan sem stóriðjan skilaði í vöruútflutningi var nánast sú sama á þessu tímabili í ár og í fyrra, þrátt fyrir aukið útflutt magn og mikið fall krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Sundurliðun Hagstofunnar á vöruskiptunum dregur þó upp nokkuð aðra mynd af þróuninni. Til að mynda hefur fall krónunnar ekki enn skilað okkur aukningu í vöruútflutningi, enda er tæpast unnt að auka framleiðslu okkar helstu útflutningsvara, sjávarafurða og áls, næsta kastið hvað sem líður gengi krónu. Þá skrifast samdráttur í innflutningi að verulegu leyti á lok stóriðjuframkvæmda á síðasta ári og mikinn niðurskurð heimilanna á þeirri neyslu sem slá má á frest. Fall krónu styrkir þó verulega samkeppnisstöðu þeirra innlendu framleiðslugreina sem keppa við innfluttar vörur, til að mynda matvöruframleiðslu, þótt slík áhrif séu minni en ella sakir þess að í litlu hagkerfi eins og því íslenska er hlutur slíkra samkeppnisgreina minni en í stærri hagkerfum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samdráttur innflutnings var sérstaklega krappur í ýmsum vöruflokkum sem endurspegla þá neyslu sem auðveldast er að skera við nögl þegar skóinn kreppir hjá heimilum. Til að mynda dróst innflutningur einkabifreiða saman um 78% á tímabilinu að magni til, innflutningur á varanlegum neysluvörum á borð við heimilistæki og húsbúnað skrapp saman um 63% og nærri helmingi minna var flutt inn af hálfvaranlegum neysluvörum á borð við fatnað frá áramótum til júlíloka en á sama tíma í fyrra. Innflutningur mat- og drykkjarvara minnkaði hins vegar um 23% á tímabilinu og bensíninnflutningur dróst aðeins saman um 6% að magni til. Samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara var aftur á móti ríflega 70% á sama tíma. Samdráttur útflutnings á ofangreindu tímabili skrifast fyrst og fremst á óreglulega liði á borð við skip og flugvélar. Almennur vöruútflutningur, að þessum liðum slepptum, jókst þannig um 5,6% á tímabilinu. Sá vöxtur átti sér fyrst og fremst rót í 11% magnaukningu á útflutningi afurða stóriðju, en útflutningur sjávarafurða stóð í stað í magni mælt á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Óhagstæð verðþróun á erlendum mörkuðum varð hins vegar til þess að krónutalan sem stóriðjan skilaði í vöruútflutningi var nánast sú sama á þessu tímabili í ár og í fyrra, þrátt fyrir aukið útflutt magn og mikið fall krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Sundurliðun Hagstofunnar á vöruskiptunum dregur þó upp nokkuð aðra mynd af þróuninni. Til að mynda hefur fall krónunnar ekki enn skilað okkur aukningu í vöruútflutningi, enda er tæpast unnt að auka framleiðslu okkar helstu útflutningsvara, sjávarafurða og áls, næsta kastið hvað sem líður gengi krónu. Þá skrifast samdráttur í innflutningi að verulegu leyti á lok stóriðjuframkvæmda á síðasta ári og mikinn niðurskurð heimilanna á þeirri neyslu sem slá má á frest. Fall krónu styrkir þó verulega samkeppnisstöðu þeirra innlendu framleiðslugreina sem keppa við innfluttar vörur, til að mynda matvöruframleiðslu, þótt slík áhrif séu minni en ella sakir þess að í litlu hagkerfi eins og því íslenska er hlutur slíkra samkeppnisgreina minni en í stærri hagkerfum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira