Viðskipti innlent

Samkomulag í höfn hjá ríki og Landsbanka

Samkomulag er í höfn hjá ríkinu og Landsbankanum og verður stofnefnahagsreikningur bankans kynntur klukkan hálfellefu. Samkomulagið var undirritað í gærkvöldi og í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að það marki tímamót í endurreisn bankakerfisins.

Viðstaddir verða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins, Þorsteinn Þorsteinsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, Lárentsínus Kristjánsson formaður skilaenefndar Landsbanka Íslands hf. og Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans (NBI hf.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×