Viðskipti innlent

ICEQ tapaði 15 milljónum á fyrri helming ársins

Tap varð af rekstri ICEQ verðbréfa sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 15 milljónum kr. samkvæmt rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að hrein eign sjóðsins nam í lok júní 53 milljónum kr. skv. efnahagsreikningi.

Eigið fé Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem er rekstrarfélag ICEQ verðbréfasjóðs, nam þann 30. júní 2009 1.252 milljónum kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins er 20,9%, en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%.

Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Nýja Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans.

Árshlutareikningurinn var kannaður af KPMG hf. sem telur að við könnun sína hafi ekkert komið fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu hans 30. júní 2009 og breytingu á hreinni eign á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×