Forbes segir eignir Björgólfs engar 3. janúar 2009 19:12 Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira