Réttlát og lýðræðisleg lausn fyrir Borgarahreyfinguna Hafsteinn Hafsteinsson skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks. Í sáttamiðlun er vandinn skoðaður með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn sameiginlegur sáttafundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunargáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og samvinnu. Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðlun gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæður. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni og koma fram með gagnkvæmar lausnir. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu. Nú liggur mikið við að sú sáttanefnd sem sett var á laggirnar af stjórn Borgarahreyfingarinnar standi sig en henni er þó nokkur vandi á höndum. Orsök deilunnar er fjölþætt en svo virðist vera sem hún hafi byrjað formlega þegar þrír af fjórum þingmönnum hreyfingarinnar ákváðu að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið á Alþingi og voru þá taldir svíkja kosningaloforð um að þjóðin taki lokaákvörðun um mikilvæg mál. Jafnframt þóttu þingmennirnir vinna á móti stefnu flokksins með því að spyrða saman tvö mál: Icesave og ESB. Þá þótti málatilbúnaðurinn jafnvel heyra undir hefðbundin klækjastjórnmál sem ekki er í anda hreyfingarinnar. Aðrir telja afstöðu þingmannanna þriggja mjög skiljanlega í ljósi aðstæðna og að þeir séu í fullum rétti til að fylgja sannfæringu sinni eftir að hafa kynnt sér málin rækilega. Á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar stendur að „hreyfingin samanstandi af hópi fólks úr öllum kimum samfélagsins, sem hafi vaknað upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn hafi kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu, og að krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameini fólk í hreyfingunni". Allir þingmenn hreyfingarinnar hafa væntanlega samþykkt þessa yfirlýsingu. Þegar ólíkir einstaklingar og ókunnugir hver öðrum ætla að hefja samstarf þurfa mjög skýr markmið og vinnureglur að liggja til grundvallar. Þingmennirnir fjórir starfa í umboði hreyfingarinnar og eru fyrirmyndir hennar. Þeir geta unnið saman sem ein heild að hagsmunum kjósenda eða ákveðið að sinna eiginhagsmunum og afneitað eigin glappaskotum. Mistök þeirra allra eru skiljanleg enda um að ræða flókið samstarf og erfið viðfangsefni. En alvarlegustu mistökin hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. Vegna ágreiningsins gæti hreyfingin liðið undir lok. Það mun gerast ef þingmennirnir hafa ekki kjark og kærleika til að sjá sinn þátt í vandanum, fyrirgefa, biðjast afsökunar og finna sameiginlega lausn á ágreiningnum, en um það snúast kjörorðin jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Ágreiningur er eðlilegur hluti daglegs lífs og hvorki neikvæður né jákvæður í sjálfum sér, en viðbrögð okkar við honum geta verið það. Með því að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt skerpum við á því sem skiptir máli, lærum að sýna hugmyndum og þörfum annarra virðingu og sjáum í vandanum nýja möguleika, valkosti og tækifæri. Höfundur er sáttamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks. Í sáttamiðlun er vandinn skoðaður með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn sameiginlegur sáttafundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunargáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og samvinnu. Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðlun gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæður. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni og koma fram með gagnkvæmar lausnir. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu. Nú liggur mikið við að sú sáttanefnd sem sett var á laggirnar af stjórn Borgarahreyfingarinnar standi sig en henni er þó nokkur vandi á höndum. Orsök deilunnar er fjölþætt en svo virðist vera sem hún hafi byrjað formlega þegar þrír af fjórum þingmönnum hreyfingarinnar ákváðu að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið á Alþingi og voru þá taldir svíkja kosningaloforð um að þjóðin taki lokaákvörðun um mikilvæg mál. Jafnframt þóttu þingmennirnir vinna á móti stefnu flokksins með því að spyrða saman tvö mál: Icesave og ESB. Þá þótti málatilbúnaðurinn jafnvel heyra undir hefðbundin klækjastjórnmál sem ekki er í anda hreyfingarinnar. Aðrir telja afstöðu þingmannanna þriggja mjög skiljanlega í ljósi aðstæðna og að þeir séu í fullum rétti til að fylgja sannfæringu sinni eftir að hafa kynnt sér málin rækilega. Á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar stendur að „hreyfingin samanstandi af hópi fólks úr öllum kimum samfélagsins, sem hafi vaknað upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn hafi kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu, og að krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameini fólk í hreyfingunni". Allir þingmenn hreyfingarinnar hafa væntanlega samþykkt þessa yfirlýsingu. Þegar ólíkir einstaklingar og ókunnugir hver öðrum ætla að hefja samstarf þurfa mjög skýr markmið og vinnureglur að liggja til grundvallar. Þingmennirnir fjórir starfa í umboði hreyfingarinnar og eru fyrirmyndir hennar. Þeir geta unnið saman sem ein heild að hagsmunum kjósenda eða ákveðið að sinna eiginhagsmunum og afneitað eigin glappaskotum. Mistök þeirra allra eru skiljanleg enda um að ræða flókið samstarf og erfið viðfangsefni. En alvarlegustu mistökin hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. Vegna ágreiningsins gæti hreyfingin liðið undir lok. Það mun gerast ef þingmennirnir hafa ekki kjark og kærleika til að sjá sinn þátt í vandanum, fyrirgefa, biðjast afsökunar og finna sameiginlega lausn á ágreiningnum, en um það snúast kjörorðin jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Ágreiningur er eðlilegur hluti daglegs lífs og hvorki neikvæður né jákvæður í sjálfum sér, en viðbrögð okkar við honum geta verið það. Með því að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt skerpum við á því sem skiptir máli, lærum að sýna hugmyndum og þörfum annarra virðingu og sjáum í vandanum nýja möguleika, valkosti og tækifæri. Höfundur er sáttamiðlari.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun