Enski boltinn

Gerrard ekki með á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool.
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard verður ekki með Liverpool á morgun er liðið mætir Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Gerrard er enn meiddur á nára og hefur misst af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna þessa.

Félagið hefur þó skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum. Fyrst vann liðið 4-0 sigur á Blackburn en gerði svo 4-4 jafntefli við bæði Chelsea (í Meistaradeildinni) og svo Arsenal (í úrvalsdeildinni).

Liverpool þarf nauðsynlega á sigri á halda í leiknum til að halda í vonina um að hafa betur í titilbaráttunni við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×