Aðgerð sem kemur öllum til góða 5. september 2009 06:00 Mánuðum saman hefur stór hópur landsmanna talað fyrir almennri leiðréttingu skulda og fer sá hópur stækkandi. Við sem tilheyrum þessum hópi höfum bent á að skuldarar eigi rétt á að komið sé til móts við eignabruna þeirra rétt eins og gert var gagnvart þeim sem áttu fjármagn á sparireikningum eða í peningamarkaðssjóðum bankanna sl. haust. Það var því ánægjulegt að sjá yfirlýsingar formanns félagsmálanefndar Alþingis og félagsmálaráðherra um nauðsyn þess að leiðrétta skuldastöðu almennings. Formaðurinn bætti því reyndar við að stjórnmálamenn hafi forðast að taka á skuldavanda heimilanna. Því get ég ekki verið sammála enda lögðu framsóknarmenn fram róttækar tillögur í þeim efnum þegar í febrúar sl. Af orðum ráðherrans að dæma mun hann vera að íhuga að leggja fram tillögur um að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og verðmæti eigna. Slíkar tillögur eru ógagnsæjar. Tillögur um ógagnsæjar afskriftir hluta skulda útvaldra viðskiptavina fjármálastofnana eru til þess fallnar að valda enn meiri tortryggni og óróa í samfélaginu en við höfum séð til þessa. Skuldari A mun eiga erfitt með að sætta sig við að skuldari B fái felldar niður skuldir en ekki hann sjálfur þó svo lánin þeirra hafi hækkað hlutfallslega jafn mikið. Slíkar tillögur draga einnig úr greiðsluvilja viðskiptavina bankana og munu verða hvati til þess að fólk sýni fram á sem versta stöðu gagnvart sínum viðskiptabanka. Aðeins þannig passar það inn í hið sérhannaða box sem félagsmálaráðherra hyggst búa til utan um þá sem hjálp fá. Þar að auki má draga í efa að tími gefist til þess að meta greiðslugetu hvers og eins viðskiptavinar svo vel sé, a.m.k. er veruleg hætta á að tíminn vinni ekki með mörgum skuldurum verði þessi leið farin. Almenn leiðrétting líkt og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til mun gagnast öllum en ekki síst þeim sem verst eru staddir. Sú leiðrétting á að auki að geta gengið hratt fyrir sig. Stærstur hluti þess hóps mun fyrir vikið geta borgað af skuldum sínum. Aðrir sem hafa nú þegar ráð á að borga af skuldum sínum munu hafa meira fé aflögu til neyslu í samfélaginu, örva efnahagslífið eða leggja féð inn á bankareikning. Hvernig sem fer mun féð skila sér út í hagkerfið enda mun bankinn geta lánað það áfram. Höfundur er varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mánuðum saman hefur stór hópur landsmanna talað fyrir almennri leiðréttingu skulda og fer sá hópur stækkandi. Við sem tilheyrum þessum hópi höfum bent á að skuldarar eigi rétt á að komið sé til móts við eignabruna þeirra rétt eins og gert var gagnvart þeim sem áttu fjármagn á sparireikningum eða í peningamarkaðssjóðum bankanna sl. haust. Það var því ánægjulegt að sjá yfirlýsingar formanns félagsmálanefndar Alþingis og félagsmálaráðherra um nauðsyn þess að leiðrétta skuldastöðu almennings. Formaðurinn bætti því reyndar við að stjórnmálamenn hafi forðast að taka á skuldavanda heimilanna. Því get ég ekki verið sammála enda lögðu framsóknarmenn fram róttækar tillögur í þeim efnum þegar í febrúar sl. Af orðum ráðherrans að dæma mun hann vera að íhuga að leggja fram tillögur um að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og verðmæti eigna. Slíkar tillögur eru ógagnsæjar. Tillögur um ógagnsæjar afskriftir hluta skulda útvaldra viðskiptavina fjármálastofnana eru til þess fallnar að valda enn meiri tortryggni og óróa í samfélaginu en við höfum séð til þessa. Skuldari A mun eiga erfitt með að sætta sig við að skuldari B fái felldar niður skuldir en ekki hann sjálfur þó svo lánin þeirra hafi hækkað hlutfallslega jafn mikið. Slíkar tillögur draga einnig úr greiðsluvilja viðskiptavina bankana og munu verða hvati til þess að fólk sýni fram á sem versta stöðu gagnvart sínum viðskiptabanka. Aðeins þannig passar það inn í hið sérhannaða box sem félagsmálaráðherra hyggst búa til utan um þá sem hjálp fá. Þar að auki má draga í efa að tími gefist til þess að meta greiðslugetu hvers og eins viðskiptavinar svo vel sé, a.m.k. er veruleg hætta á að tíminn vinni ekki með mörgum skuldurum verði þessi leið farin. Almenn leiðrétting líkt og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til mun gagnast öllum en ekki síst þeim sem verst eru staddir. Sú leiðrétting á að auki að geta gengið hratt fyrir sig. Stærstur hluti þess hóps mun fyrir vikið geta borgað af skuldum sínum. Aðrir sem hafa nú þegar ráð á að borga af skuldum sínum munu hafa meira fé aflögu til neyslu í samfélaginu, örva efnahagslífið eða leggja féð inn á bankareikning. Hvernig sem fer mun féð skila sér út í hagkerfið enda mun bankinn geta lánað það áfram. Höfundur er varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar