Innlent

Íslenskur fíkniefnasmyglari tekinn í Argentínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingur á sextugsaldri situr nú í fangelsi í Argentínu, en hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni á flugvellinum í Buenos Aires.

Maðurinn er fyrrverandi lögreglumaður og starfaði meðal annars hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá Smára Sigurðssyni, yfirmanni alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra.

Maðurinn var handtekinn á flugvelli í Buenos Aires, 13. október síðastliðinn, en þá var hann á leiðinni til Spánar. Á fréttavef RÚV kemur fram að maðurinn hafi dvalið á Spáni undanfarin ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×