Viðskipti innlent

Ákvörðun um stýrivexti kynnt á morgun

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, er formaður peningastefnunefndar bankans. MYND/Anton Brink
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, er formaður peningastefnunefndar bankans. MYND/Anton Brink

Kynningarfundur verður haldinn í Seðlabanka Íslands á morgun fyrir blaða- og fréttamenn og sérfræðinga ýmissa stofnana í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti Seðlabanka Íslands.

Peningastefnunefnd ákvað að lækka stýrivexti bankans um 1,0 prósentu í 17,0% 19. mars sl. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, bauð öðrum meðlimum peningastefnunefndarinnar að kjósa um tillöguna og samþykkti nefndin hana einhuga.

Stýrivaxtalækkunin var gagnrýnd og þótti sumum hún of lág. „Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu 19. mars.

Fundurinn á morgun hefst klukkan 11:00.

Formaður peningastefnunefndarinnar er Svein Harald Øygard, Seðlabankastjóri og fulltrúar Seðlabanka Íslands í nefndinni eru auk hans Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Auk þeirra eiga Anne Sibert, Dr. í hagfræði og prófessor við Birkbeck College, University of London, Gylfi Zoega, Dr. í hagfræði og prófessor við Háskóla Íslands einnig sæti í nefndinni.




Tengdar fréttir

Peningastefnunefndin var einhuga

Peningastefnunefnd Seðlabankans var einhuga um að fara sér tiltölulega hægt í upphafi vaxtalækkunarferlisins og lækka stýrivexti úr 18% í 17% 19. mars. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, bauð öðrum meðlimum peningastefnunefndarinnar að kjósa um tillöguna og samþykkti nefndin hana einhuga. Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður 8. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×