Smábátaútgerð með 5,3 milljarða skuldir 19. desember 2009 07:15 Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent