Viðskipti innlent

Marel hækkar um 4%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 743,1 stigi. Mest velta var með hlutabréf í Marel og hækkaði gengi félagsins um 3,99% í viðskiptum dagsins. Gengi á bréfum Marels er nú 52,1 króna á hlut.

Heildarveltan með hlutabréf nam rétt rúmlega 67 milljónum króna og var velta með bréf Marels 65,2 milljónir.

Century Aluminium hækkaði um 35,8% í viðskiptum fyrir tæplega eina og hálfa milljón króna. Gengi annarra félaga stóð í stað.

Velta með skuldabréf nam rúmlega 9,7 milljörðum króna.

Mest var veltan með óverðtryggð ríkisbréf fyrir tæpa 6,7 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×