Innlent

Nota blýlínu úr seinna stríðinu

Tærð símalína úr síðari heimsstyrjöldinni veldur truflunum á símtölum Kjósverja.
Tærð símalína úr síðari heimsstyrjöldinni veldur truflunum á símtölum Kjósverja.
Allt símsamband í Kjósarhreppi fer um gamlan blýstreng sem lagður var á stríðsárunum. Þetta kemur fram á heimasíðu hreppsins.

„Strengnum var ætlað að þjóna hernaðarumsvifum í Hvalfirði og var lagður af hernum, samkvæmt bestu heimildum. Mikið hefur verið um símbilanir í sveitinni að undanförnu sem raktar eru til strengsins,“ segir á kjos.is. Blýið í strengnum er að tærast og sambandið hefur ítrekað rofnað. Starfsmenn Mílu ehf. hafa freistað þess að laga strenginn og þurft að skipta út tærðum og morknum bútum. Fram kemur að strengurinn liggur frá Norðurlandsstrengnum við Hvalfjarðareyri, inn í Félagsgarð og svo áfram inn í Hvalfjörð.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×